�?annig er upphaf sögu Ísfélagsins sem hefur skipað stóran sess í sögu Vestmannaeyja í þessa rúma öld sem félagið hefur starfað. Árið 1956 komu tólf útgerðarmenn til liðs við félagið sem varð með því eitt stærsta og öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og einbeitti sér fyrst og fremst að fiskvinnslu.
Eðlilega hafði eldgosið á Heimaey 1973 mikil áhrif á reksturinn en Ísfélagsmenn sátu ekki með hendur í skauti og keyptu frystihús Júpiter & Mars á Kirkjusandi í Reykjavík og tóku við rekstri þar 1. apríl. Um leið og gosinu lauk var ákveðið að hraða uppbyggingu í Eyjum og hófst móttaka á fiski réttu ári eftir gos, í saltfiskverkun 25. janúar 1974 og til frystingar 31. janúar.
Sama ár var Kirkjusandur seldur Sambandi íslenskra samvinnufélaga.


Uppstokkunin 1992
�?ann 1. janúar 1992 urðu mikil umskipti í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum þegar Vinnslustöðin og Fiskiðjan ásamt fleiri félögum sameinuðust undir nafni Vinnslustöðvarinnar og Ísfélag Vestmannaeyja hf., Bergur-Huginn hf. og Hraðfrystistöð Vestmannaeyja hf. sameinuðust undir nafni Ísfélags Vestmannaeyja hf. Fram að þeim tíma störfuðu öll þessi félög hvert í sínu lagi. Hraðfrystistöðin var öflug í loðnu, vinnslu og veiðum og rak loðnubræðslu sem jók fjölbreytni í rekstri Ísfélagsins sem eftir sem áður var öflugt í veiðum og vinnslu á bolfiski.
1992 var frystihúsið flutt frá gamla Ísfélaginu Strandvegi 28 að Strandvegi 102 sem hafði verið í eigu Hraðfrystistöðvarinnar.
Hraðfrystistöð Vestmannaeyja hf. var stofnuð árið 1939 af Einari Sigurðssyni, útgerðarmanni og kaupmanni. Sigurður sonur hans tók við rekstrinum fljótlega eftir gosið 1973.
�?egar Hraðfrystistöðin sameinaðist Ísfélaginu varð Sigurður forstjóri hins sameinaða félags. Var Sigurður forstjóri þar til hann andaðist 4. október, tæplega 50 ára að aldri. Hann var öllum harmdauði, enda farsæll forystumaður í atvinnulífi og bæjarlífi Vestmannaeyja. Kristinn Pálsson, fyrrverandi stjórnarmaður og stjórnarformaður Ísfélagsins, lést sama dag 74 ára að aldri. Fóru útfarir þeirra Sigurðar fram þann 14. október.
Fjölskylda Sigurðar er stærsti eigandi Ísfélagsins í dag.
Félagið varð fyrir öðru áfalli þegar eldsvoði lagði frystihús Ísfélagsins í rúst laugardaginn 9. desember 2000. Tjónið var metið á um milljarð króna og atvinna 150 manns í fullkominni óvissu.
Endurreisnarstarfið hófst þremur dögum síðar og þar með hófst nýr kafli í sögu félagsins sem þá hafði spannað heila öld. �?gir Páll Friðbertsson viðskiptafræðingur var ráðinn framkvæmdastjóri 1. janúar 2001. Síldarvinnsla hófst 7. janúar og lítil bolfiskvinnslulína var sett upp í maí og ný stjórn kjörin á aðalfundi 16. nóvember. Hana skipa: Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson formaður, Guðbjörg Matthíasdóttir og �?órarinn S. Sigurðsson, varamenn Eyjólfur Martinsson og Ágúst Bergsson.

Nánar er fjallað um tímamótin í Fréttum í dag.