Í bíónu eru tveir salir, 118 sæta og 54 sæta. �?Hljóðkerfin í þessum sölum eru á meðal þeirra bestu sem fyrirfinnast í bíóhúsum á Íslandi. Við munum tryggja að bíóið verði eins sýnilegt og frekast er kostur á markaðssvæði Selfossbíós og stefnum á að auka nýtingu salanna, bæði undir ráðstefnuhald og fyrir hópa sem vilja sitja einir að sýningum,�? segir Ingólfur.

Selfossbíó hóf sýningar 11. desember 2004 og Ingólfur segir að þar starfi nú níu manns. �?Gestafjöldinn hefur vaxið jafnt og þétt frá stofnun og í desember munum við halda afmælishátíð og fagna áfanganum,�? segir Ingólfur.