Í Eden er verslun og matsölustaður, auk þriggja samliggjandi gróðurhúsa, en alls er húsnæðið um 3.500 fermetrar. �?�?að kemur til greina að selja eingöngu reksturinn eða allt saman,�? segir Egill Guðni.

Um ár er liðið síðan Egill Guðni keypti Eden og hann segist ekki vera að hætta vegna óánægju með bæjaryfirvöld eða erfiðleika í rekstri. �?�?g er mjög sáttur með samskiptin við bæjaryfirvöld, jafnvel þó þau hafi komið í veg fyrir að ég byggði þarna átta hæða blokk,�? segir Egill Guðni.

Í auglýsingu segir að fyrir liggi tillaga að deiliskipulagi sem geri ráð fyrir 1.500 fermetra stækkun gróðurhúsa og tengibyggingar aftan við núverandi veitingasal, auk fjögurra hæða hótelbyggingar á lóðinni. �?�?g held að það séu gríðarleg tækifæri og miklir framtíðarmöguleikar fólgnir í uppbyggingu á Edenreitnum,�? segir Egill Guðni.

Að undanförnu hefur Egill Guðni verið að selja hluta af margþættum rekstri sínum og auk Eden hyggst hann nú selja rekstur félagsheimilisins Valhallar á Eskifirði og jörð á Fljótsdalshéraði.