Stangaveiðifélag Reykjavíkur tekur því á sig hluta hækkunarinnar og Bjarni væntir þess að veiðimenn verði ánægðir þrátt fyrir hækkunina. �?Síðastliðið sumar veiddust 709 laxar í ánni og hafa þeir aldrei verið fleiri. �?g tel netauppkaup hafa skilað þessum árangri og býst við enn meiri veiði næsta sumar,�? segir Bjarni.

Stangaveðifélag Reykjavíkur er með um 50 veiðisvæði á sínum snærum, vítt og breitt um land, og er hækkun veiðileyfa mismikil. �?Hækkunin er hvergi meiri en í Stóru-Laxá og á sumum silungasvæðanna er um raunlækkun að ræða,�? segir Bjarni.