Sjálfstæðismenn fengu fjóra menn kjörna í kosningunum síðasta vor og mynduðu meirihluta með tveimur bæjarfulltrúum framsóknar. En nú er samstarfinu lokið, segir �?órunn Jóna Hauksdóttir, oddviti sjálfstæðismanna.

�?órunn Jóna sagði í fréttum �?tvarps að fulltrúar framsóknar hafa greitt atkvæði öðruvísi en samið hafði verið um fyrir fram.

�?orvaldur Guðmundsson, oddviti framsóknarmanna, sagði einnig í samtalið við �?tvarpið að trúnaðarbrestur og ágreiningur um skipulagsmál hafi valdið slitum á samstarfinu.

Samfylkingin er með tvo bæjarfulltrúa og vinstri grænir einn. Sjálfstæðismenn geta því myndað nýjan meirihluta með hvorum um sig en vilja ekkert tjá sig um viðræður að sinni.