Helsta ástæða þess að upp úr samstarfi Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks slitnaði í gær var ágreiningur um skipulagsmál en ágreiningur um hækkun launa til handa bæjarfulltrúum og nefndarmönnum hafði einnig áhrif. Sjálfstæðimenn vildu ekki hækka launin en vildu þess í stað, samkvæmt heimildum Sunnlenska, nota fjármunina sem hefðu farið í launahækkunina til að niðurgreiða íþrótta- og tómstundagjöld um 10 þúsund krónur á hvert grunnskólabarn í Árborg.

Tillögur Framsóknarflokksins um launahækkanir voru kynntar sjálfstæðismönnum fyrir nokkrum vikum. Samkvæmt tillögunum hefðu laun bæjarfulltrúa Árborgar hækkað mismikið eftir því í hvaða nefndum þeir sitja, hversu mörgum nefndum og fleiri ráðandi þátta. Laun annars bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins, Margrétar Katrínar Erlingsdóttur hefðu hækkað um 75 prósent en laun �?orvaldar Guðmundssonar, forseta bæjarstjórnar, hefðu hækkað minna.