Ályktun er svo hljóðandi:
�?Fundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Árborg harmar ákvörðun B-lista framsóknarmanna í Árborg um að slíta meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Uppgefnar ástæður B-listans eru ótrúverðugar og aðdragandinn þeim til minnkunar.

�?á voru áform B-listans um stórfelldar launahækkanir bæjarfulltrúa óásættanlegar. Með þessu hefur verið gengið gegn vilja kjósenda og góðri stjórnsýslu.

D-listi sjálfstæðismanna hélt málefnalega og faglega á málum í meirihlutasamstarfinu. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna lýsir yfir eindregnum stuðningi við bæjarstjórnarflokk D-listans í Árborg.�?