Yfirlýsingin er svo hljóðandi:
�?Í tilefni af umfjöllun fjölmiðla síðustu daga um viðskipti með svo kallaðan Sigtúnsreit í tengslum við nýafstaðin slit meirihlutasamstarfs í Árborg hafa umbjóðendur okkar óskað eftir að gerðar verði opinberar upplýsingar um efni viðskiptasamningsins.

Málflutningsskrifstofan annaðist samningsgerð og frágang varðandi viðskipti milli Vaðlaborga ehf. annars vegar og Eðalhúsa ehf. hins vegar vegna kaupa hins síðarnefnda á einkahlutafélaginu 101 Selfoss ehf, sem var í eigu Vaðlaborga. Eðalhús keyptu alla hluti í umræddu félagi, sem nú er eigandi allra fasteigna á svo kölluðum Sigtúnsreit. Aðdragandi þess að Eðalhús keyptu reitinn má rekja til þess að umrædd félög áttu þá þegar í viðskiptasambandi á öðrum sviðum þar sem Eðalhús önnuðust á þeim tíma byggingu átta húsa fyrir Vaðlaborgir og vinna nú að byggingu tveggja annarra.

Samkomulag um kaupin var undirritað að hausti 2005. Jafnhliða því unnu hluthafar í Vaðlaborgum að því að tryggja sér eignarrétt að öllum þeim lóðum sem tilheyra umræddum Sigtúnsreit, en þá höfðu þeir tryggt sér eignarrétt að öllum lóðum á reitnum utan tveggja. �?nnur þeirra var fasteignin Tryggvagata 10 sem sveitarfélagið Árborg átti og seldi félaginu í árslok 2005. Á þeim tímapunkti var sveitarfélaginu kunnugt um að Eðalhús ehf. hefðu gert samkomulag um kaup á öllum byggingarreitnum af Vaðlaborgum og hyggði á uppbyggingu á honum. Eðalhús keyptu sjálf síðasta byggingarreitinn á svæðinu og færðu inn í hið selda félag.

Endanlegur kaupsamningur var undirritaður um mánaðamótin júní/júlí 2006 og fól í sér makaskipti á nokkrum fasteigna Eðalhúsa og Sigtúnsreitnum auk peningagreiðslu frá Eðalhúsum til seljenda. Eðalhús hafa að fullu staðið við kaupsamninginn og var hann ekki háður neinum fyrirvörum um samþykki deiliskipulags eða með loforði um nýtingu lóðanna á Sigtúnsreit af nokkru tagi. Í tilefni af því sem fram hefur komið í umfjöllun fjölmiðla er einnig rétt að vekja athygli á að samningar þessir komust á áður en Eyþór Arnalds lýsti yfir framboði sínu til sveitarstjórnar í Árborg og hann hefur enga aðkomu átt að viðskiptum þessara aðila.�?

Virðingarfyllst,
f.h. Málflutningsskrifstofunnar

�?skar Sigurðsson, hrl.
Guðjón �?gir Sigurjónsson, hrl.