Formaður Búmanna, Guðrún Jónsdóttir arkitekt, tók fyrstu skóflustunguna og séra Baldur Kristjánsson fór með blessunarorð.

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis, stjórn Búmanna, arkitektar, verkfræðingar og aðrir sem að verkinu koma voru við athöfnina ásamt starfsmönnum Eðalhúsa sem sjá um byggingarframkvæmdir. Eðalhús bauð að lokinni athöfn viðstöddum upp á kaffi og með því á Hótel �?rk.