�?Undirritaður staðfestir eftirfarandi varðandi boðun aukafundar skipulags og byggingarnefndar Árborgar 1.desember s.l.

�?riðjudaginn 28.nóvember s.l. hringdi formaður skipulags og byggingarnefndar í mig og sagði mér frá því að hugsanlega þyrfti að aflýsa fundi vegna þess að Eðalhús hefðu ekki skilað umbeðnum gögnum sem meirihluti bæjarstjórnar hafði farið fram að þeir skiluðu.

Undirritaður tjáði formanni að hann myndi boðsenda fundarboðið morguninn eftir að öllu óbreyttu þar sem boða þyrfti fund með 48 tíma fyrirvara.

Miðvikudagsmorgunn 29.nóv s.l. um það bil kl. 10.30 hringir formaður skipulags og byggingarnefndar í undirritaðan og spyr hvort búið sé að boðsenda fundarboðið. Undirritaður segir svo vera.Formaður óskaði eftir því í þessu samtali við undirritaðan að hann reyndi að finna leiðir til þess að aflýsa fundi þá þegar.

Föstudagsmorgunn 30.nóv s.l. kl 8.30 hefur formaður skipulags og byggingarnefndar samband við undirritaðan og tilkynnir að hún vilji aflýsa fundi þar sem Eðalhús hafi ekki skilað inn tilskildum gögnum eins og þeir áttu að gera deginum áður samkvæmt samkomulagi þar um.Undirritaður hringir í nefndarmenn og tilkynnir þeim að formaður hafi aflýst fundi 1.des 2006.Stuttu seinna hringja nefndarmenn allir nema formaður og tilkynna að þeir séu ekki sáttir við að fundi sé frestað þar sem fleiri mál en svokallaður Sigtúnsreitur væru á dagskrá fundarins.

Undirritaður hafði samband við bæjarlögmann og í framhaldi af því bæjarstjóra og bæjarritara. Að höfðu samráði við þessa embættismenn var það samdóma álit okkar að þar sem ekki var samstaða um að aflýsa fundinum yrði að halda hann og var í því sambandi stuðst við úrskurð Félagsmálaráðuneytis um mál svipaðs efnis. Bæjarstjóri tilkynnti formanni skipulags og byggingarnefndar þessa ákvörðun símleiðis.

Boðaður fundur var haldinn 1.des s.l og atburðarrás er öllum kunnug og hægt að kynna sér í fundargerð.�?

Virðingarfyllst
Bárður Guðmundsson
Skipulags og byggingarfulltrúi Árborgar