Leikfélagið sýndi síðastliðinn sunnudag leikþátt tengdan jólunum, í sunnudagaskólanum í �?orlákskirkju. Styrkurinn að upphæð 110.000 kr. mun nýtast til að setja upp nýja leiksýningu í �?orlákshöfn á næsta ári.

Anna Guðrún Árnadóttir fékk 40.000 króna styrk til kaupa á leirbrennsluofni sem hún ætlar að nota til að steypa í dólosa. Dólosinn er eitt helsta tákn sveitarfélagsins og því ljóst að gott væri ef slíkur minjagripur væri fáanlegur í sveitarfélaginu.

Hljómsveitin Corda, sem fyrr hét �?skrandi gleði, fékk 40.000 króna styrk til að kaupa hljóðkerfi. Hljómsveitin er skipuð ungum drengjum úr �?orlákshöfn og kom fram við ýmis tækifæri á vegum menningarnefndar á árinu.

Ása Berglind Hjálmarsdóttir hlýtur 60.000 króna styrk fyrir lokaverkefni sitt úr Listaháskóla Íslands, þar sem hún mun vinna með eldri borgurum í �?orlákshöfn að því að búa til tónlist. Í reglugerð fyrir Lista- og menningarsjóðinn er farið fram á, sé þess kostur, að styrkþegar leyfi íbúum Sveitarfélagsins að njóta listar sinnar eða afraksturs verkefnisins sé þess kostur.