Einnig hafði lögreglan afskipti lagningum stærri ökutækja, sem ekki var lagt í sérstök stæði sem ætluð eru þeim og var ökumönnum þeirra gefið tækifæri til að gera bragabót á þessum lagningum. Lögreglan mun, eins og undanfarið, leggja áherslu á umferðarmál á næstu vikum og mega ökumenn og eigendur ökutækja búast við frekari afskiptum lögreglu.