�?�?arna eru börnin okkar úr báðum þorpunum Stokkseyri og Eyrarbakka. �?au eru í stórhættu í skólanum því að brunavarnirnar eru alls ekki í lagi. Á efri hæðinni eru u.þ.b. 60 börn, eitt aðgengilegt slökkvitæki er staðsett á hæðinni inni á kennarastofu og einn neyðarútgangur fyrir alla sem er svo kolólöglegur á allavegu og ónothæfur í alla staði. Glugginn sem er allt of lítill á að geta ferjað allan þennan fjölda af smábörnum frá 6 ára aldri niður KAÐALSTIGA sem er að vísu geymdur saman vafinn fyrir ofan hurð á veggnum sem er á móti gluggaveggnum. Annað atriði, glugginn er efra gluggafag sem ómögulegt er að klifra upp í.

�?að er ekki hægt að halda brunaæfingu sökum þess að það er ógerlegt og skapar stórhættu fyrir börnin. Sjáið fyrir ykkur 6 ára barn klifra niður kaðalstiga og 50-60 börn öskrandi af hræðslu bíðandi þess að komast út (það er að segja ef að kennurum tekst að ná kaðalstiganum niður af vegg) �?að nefnilega tókst ekki um daginn sökum þess að kennarinn náði ekki upp.

Hvað gerist þegar ofsahræðsla grípur bæði börn og kennara? �?að verður stórslys.

Hvað gengur þessum mönnum til að bjóða gimsteinunum okkar upp á? Sjá menn ekki hættuna sem verið er að bjóða heim. �?g þori ekki að hugsa það til enda ef að eitthvað kemur fyrir varðandi eldsvoða. Sumar stofurnar eru hvorki með neyðarútgangi né slökkvitæki, þar væru börnin bjarglaus. Sama er að segja um kennsluaðstöðuna í bókasafninu, hvorki á neðri né efri hæðinni en neyðarútgangur.

�?að er með ólíkindum að þessir gluggar sem smíðaðir voru í sumar eru kol ólöglegir sem neyðarútgangar bæði í skólanum og bókasafninu.

�?g spyr því: Hefur skólinn verið tekinn út varðandi brunavarnir? �?etta mál er of mikilvægt til þess að það megi bíða. Við getum ekki tekið áhættuna að það kveikni ekki í, eldhættan er svo sannarlega til staðar, bæði í gömlum raflögnum og tækjum ásamt logandi kertum líkt og var í gær.

�?g dreg hér upp hluta af þessu vandamáli, efsta hæðin og sú þriðja er einnig stórhættuleg varðandi eldhættu og þaðan er mjög erfitt fyrir ung börn að komast, þau þurfa að klifra niður járnstiga við gafl skólans og fallið úr neðsta þrepi er um 2 metrar niður á jörð.

�?að er skylda hverrar stofnunar að halda brunaæfingu. Í þessu tilfelli þora starfsmenn því ekki vegna slysahættu.


Kæru FORELDRAR ég spyr því, þorum við að senda börnin okkar í þessa hættu dag eftir dag?

Við verðum að standa saman og þrýsta á ráðamenn hér í Árborg. Börnin okkar eru jafn dýrmæt og önnur börn og því ber þeim að hafa sama rétt, þau eru neydd in í þessar byggingar og fá þar engu um að ráða.�?

VIÐ VILJUM �?RUGGAN SK�?LA

Reynir Már Sigurvinsson af reynirmar.blog.is

Formaður Foreldraráðs
Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri

Skráð af: Reynir Már Sigurvinsson á Stokkseyri.is