Nú vildi bara þannig til að umrædd kona var stödd i Vestmannaeyjum þennan umrædda dag og einnig hennar gamli bíll, þannig að sektin er greinilega byggð á röngum forsendum, sennilega hefur sá er skrifaði kæruna skrifað upp rangt bílnúmer eða eitthvað þess háttar. Konan var því ekki sátt við að greiða þessa sekt til Bílastæðasjóðs. Hún hafði samband við Bílastæðasjóð og sagði frá því að bæði hún og bíllinn hennar hefðu verið í Vestmannaeyjum þennan dag, en þar ætti hún heima. Sú er fyrir svörum varð hjá Bílastæðasjóði sagðist ekkert geta liðsinnt henni, sektina yrðu hún að greiða innan 14 daga, þvi eftir þann tíma hækkaði sektin um 100%. Ef hún hinsvegar rengdi sektina með þeim rökum að hún hefði ekki verið Reykjavík 19. nóvember, yrði hún að geta sannað það. Bílastæðasjóður skyldi hinsvegar senda henni umsóknareyðublað, þar gæti hún kvartað yfir sektinni og reynt að færa sönnur á fjarveru sína úr höfuðborginni þennan dag. �?að yrði síðan úrskurðarnefndar að meta það hvort hún fengi sektina endurgreidda – eða ekki.

Einu sinni var sagt að allir væru saklausir nema sekt þeirra væri sönnuð. Hér er réttarkerfinu greinilega snúið á haus. – Konan er sek nema geta hún geti sannað sakleysi sitt. Nú er konan því 3750 krónum fátækari, nema úrskurðarnefndin taki mark á orðum hennar og endurgreiði 3750 krónurnar – það á að skýrast þegar nefndin kemur saman á næsta ári.