Í ljósi þess að formaður nefndarinnar, fulltrúi D-lista, vildi einungis fresta máli verður að líta svo á að framgangur fundar hafi verið fyrirfram ákveðinn og önnur undirliggjandi ástæða verið fyrir hendi. �?að að sprengja meirihlutasamstarf vegna þess að máli er frestað eru óafsakanleg afglöp í starfi af hálfu framsóknarmanna, sem verða íbúum Árborgar dýrkeypt og hleypur skaðinn á tugum milljóna króna.

�?orvaldur Guðmundsson, B-lista, lagði fram svohljóðandi bókun: �?Fulltrúar B- og D-lista höfðu gert með sér samkomulag um afgreiðslu þessa máls. Samkomulagið fól í sér að fundur nefndarinnar yrði ekki boðaður fyrr en tilskilin gögn lægju fyrir í þessu máli. Við það samkomulag var ekki staðið og formaður nefndarinnar, fulltrúi D-lista, boðaði til fundarins þrátt fyrir að gögn lægju ekki fyrir. Fullyrðingar D-lista um trúnaðarbrest eiga ekki við rök að styðjast.
�?órunn svaraði þessu með eftirfarandi bókun: �?Formaður nefndarinnar fulltrúi D-lista, reyndi að fresta fundi en aðrir nefndarmenn kröfðust þess að fundur yrði haldinn. �?etta getur byggingarfulltrúi staðfest.�?
�?ar með lauk bókunum um þetta mál.