“�?etta hefur verið gaman,” segir Róbert um túrinn sem hófst á laugardag og stendur að líkindum eitthvað fram eftir vikunni. “�?g hef ekki verið á sjó í ellefu ár svo maður er svona að endurupplifa og prófa hlutina. �?g held ég geti sagt að ég hafi engu gleymt, ég er kannski aðeins hægari en ég var. Svo finnur maður reyndar aðeins fyrir því að hafa orðið fyrir vöðvarýrnun á þessum tíma. Annars eru handtökin þau sömu og þau voru.”


“Hann stendur sig ágætlega, svona eins og við er að búast miðað við að það eru ellefu ár síðan hann var síðast á sjó,” segir Sigurjón Ingvarsson, skipstjóri á Heimaeynni. “�?etta gerir honum alla vega gott. �?að er skárra að anda að sér hreinu sjávarloftinu en menguninni í bænum,” segir Sigurjón sem studdi Róbert í prófkjörinu.
Nánar í Fréttablaðinu.