Miðað við núverandi hraða má búast við því að flóðið í ánni verði komið niður fyrir Vörðufell á Skeiðum upp úr kl.15:00 í dag og verði við Selfoss upp úr kl.17:00. Á þessari stundu er ekki ljóst hvort flóðið er vegna leysinga eða úrkomu. Lögreglan á Selfossi, Vatnamælingar Orkustofnunar og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fylgjast með ástandinu.

Fólki er bent á að fylgjast með upplýsingum um færð á vef vegagerðarinnar http://www.vegagerdin.is/ eða í síma 1777.