Hinsvegar fer vatnsborð ennþá hækkandi neðar í sýslunni og við Snæfoksstaði hefur vatnsborð hækkað um 30 cm á sama tíma. Búast má við að vatnsborð í �?lfusá við Selfoss hækki enn og það vatnsmagn haldist fram á kvöld og jafnvel lengur.

Slökkvilið og björgunarsveitir ásamt starfsmönnum áhaldahúss eru í viðbragðsstöðu og björgunarsveitir eru á leið upp á Skeið að bjarga hrossum sem þar eru í vatni. Til þess eru notaðir tveir bátar.