Athygli vekur að samkvæmt tölum á sigling.is er aðeins 4,3 metra ölduhæð á Surtseyjarduflinu og fjögurra metra ölduhæð á Bakkafjöruduflinu.
Á Grindavíkurduflinu sem einnig er haft til hliðsjónar var fjögurra metra ölduhæð nú klukkan fimm. Klukkan þrjú í dag var suðaustan 10 til 15 metrar á sekúndu suðvestantil á landinu og súld eða rigning. Annars hægari vindur. Veðurstofan hefur gefið út stormviðvörun en búist er við stormi í nótt og fram eftir morgundeginum.