Elliði Vignisson, bæjarstjóri, lýsti þeirri skoðun sinni að Vestmannaeyjabær ætti að horfa til eflingar og uppbyggingar á lyftu til upptöku skipa. �?á kom einnig fram hjá honum að það væri hans rökstudda mat að hafnarlagalega séð væri ekkert því til fyrirstöðu að ríkið taki á sig 60% kostnaðar þess að ráðast í endurbyggingu upptökumannvirkis fyrir skip í Vestmannaeyjahöfn en slíkt er forsenda þess að bærinn geti ráðist í framkvæmdir.


Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og tekur undir sjónarmið bæjarstjóra. �?á felur bæjarráð bæjarstjóra að óska eftir því við samgönguráðherra og fjármálaráðherra að við gerð samgönguáætlunar verði gert ráð fyrir kostnaðarþátttöku ríkisins í uppbyggingu upptökumannvirkis fyrir skip. �?að er von bæjarráðs að til þess bærir aðilar svo sem samgönguráðherra, sjávarútvegsráðherra, fjármálaráðherra, þingmenn Suðurlands og aðrir þeir sem um málið fjalla standi þétt við bakið á Vestmannaeyjabæ í þessu mikla hagsmunamáli.