Hún varð Íslands- og bikarmeistari með Valsstúlkum á árinu og sló 25 ára gamalt markamet er hún skoraði 34 mörk í 13 leikjum í deildinni en 14 leikur Vals fór aldrei fram. Hún var einnig markahæst hjá A-landsliðinu og U21 árs landsliðinu.

Hún fór á kostum í bikarúrslitaleiknum gegn Breiðablik þar sem hún skoraði þrjú frábær mörk. Að tímabilinu loknu samdi hún svo við þýska stórliðið Duisburg þar sem hún leikur í dag og skoraði í sínum fyrsta leik með liðinu. �?egar hún fór frá Val hafði hún skorað 68 mörk í 105 leikjum fyrir félagið.

Margrét Lára skoraði í heildina 71 mark á árinu. 56 í fjórum opinberum mótum með Val, 8 mörk fyrir A-landsliðið, 6 mörk fyrir U21 árs landsliðið og eitt fyrir Duisburg. Hún var valin besti leikmaður Landsbankadeildar kvenna á lokahófi KSÍ í október. Í desember var hún útnefnd knattspyrnukona ársins og varð í fimmta sæti í kjöri Íþróttamanns ársins.

www.fotbolti.net greindi frá.