Við leit í bifreiðinni fannst hassmoli, tól til neyslu fíkniefna og ýmis tæki, svo sem borvél, magnarar og útvarpstæki. Fólkið gat ekki gert grein fyrir þeim hlutum enda líklega um þýfi að ræða.

Húsleit var gerð í húsi á Selfossi vegna gruns um að þar væru til staðar fíkniefni. Við leit fannst eitthvað af kannabisefnum og neyslutólum. Húsráðandi viðurkenndi að eiga efnin.