Tvær bílveltur urðu undir Eyjafjöllum í morgun; sú fyrri um klukkan 10 en hin síðari um klukkan 11. Ekki urðu alvarleg slys á fólki að því er talið er en annar ökumaðurinn var þó fluttur á slysadeild í Reykjavík með höfuðáverka.