Ragnheiður Hergeirsdóttir þiggur hjá sveitarfélaginu í mánaðarlaun kr. 1.050.807, auk launa sem bæjarfulltrúi kr. 124.233,- eða samtals kr. 1.175.040,- Laun fyrrverandi bæjarstjóra voru lengst af hennar stutta ráðningartíma kr. 1.199.782,- á mánuði. Mismunur á þessum mánaðarlaunum er því kr. 24.742,-

�?egar Stefanía Katrín Karlsdóttir var ráðin bæjarstjóri af meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks var ákveðið að ráða hæfan bæjarstjóra til reka sveitarfélagið. Menntun hennar og reynsla nýttist vel til að snúa slæmum rekstri sveitarfélagsins Árborgar frá síðasta kjörtímabili til skynsamari vegar. �?að sem gerði hana hæfa umfram aðra var að hún hefur menntun í tækni-, raun- og viðskiptagreinum, auk þess sem hún var langt komin með að skrifa doktorsritgerð í stjórnmálafræði sem fjallar m.a. um skipulag, rekstur og stjórnun opinberra stofnana. Hennar starfsreynsla er meðal annars sem rektor Tækniháskóla Íslands þar sem hún kom að mjög erfiðu verkefni en leysti það að allra áliti af fagmennsku og festu. Á þessu grundvölluðust hennar launakjör meðal annars og voru báðir meirihlutaflokkarnir mjög ánægðir með störf hennar.

Vonumst við til að meirihluti bæjarstjórnar verði áfram sammála okkur í því að launakjör æðsta embættismanns sveitarfélagsins eigi að taka mið af menntun hans og reynslu.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Árborg