Í ráði era ð virkja Urriðafoss og lýstu fundarmenn efasemdum sínum með ágæti þeirrar framkvæmdar. Auk Bjarna töluðu á fundinum bændurnir Einar Haraldsson á Urriðafossi og Jón Vilmundarson í Skeiðháholti. �?á flutti Sigríður Jónsdóttir skáld og bóndi í Arnarholti ljóð fyrir viðstadda. Fundinum lauk svo með því að fundarmenn gengu fram fyrir fossinn og hlustuðu á hvað hann hefði að segja jafnframt því sem óskað var eftir að hann fengi að syngja óáreittur um komandi ár.

Í máli Bjarna kom fram að Urriðafoss er einn síðasti virkjanakosturinn á Suðurlandi þegar horft er til stórra vatnsaflsvirkjana. Ef ráðist yrði í virkjun fossins væri því mikilvægt að það yrði gert til uppbyggingar í heimahéraði en ekki áframhaldandi flutningi orkunnar í aðra landshluta.