Feðradagurinn
Og nú hefur ríkisstjórnin, að tillögu félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins, samþykkt að annar sunnudagur í nóvember ár hvert skuli helgaður feðrum á Íslandi og hefur feðradagurinn, eins og mæðradagurinn, verið formlega skráður í almanakið. �?essu ber að fagna. Foreldrahlutverkið er það mikilvægasta sem nokkur getur tekið að sér. �?ar eru ábyrgð og skyldur beggja foreldra jafnar. Réttur foreldra á líka að vera jafn. �?að er ekki bara jafnréttismál heldur mannréttindamál, að hið opinbera geri bæði móðir og föður jafnt undir höfði.

Sameiginleg forsjá
En fleira gott hefur verið gert. Árið 1992 var gerð lagabreyting þess eðlis að foreldrar gætu haft sameiginlega forsjá barna sinna ef til skilnaðar kæmi. �?að eitt styrkti stöðu feðra þar sem meginreglan var að mæður hefðu forráð barnanna. Með breytingu á barnalögum síðastliðið vor var sameignleg forsjá barna gerð að meginreglu við skilnað eða sambúðarslit foreldra. �?egar allt kemur til alls eru það börnin sem skipta máli. �?að �? að þau geti notið samvista við bæði foreldrin í sama eða svipuðum mæli.

Meðlag og barnabætur
En jafnréttinu hefur ekki verið náð. Bág fjárhagsstaða einstæðra foreldra sem borga meðlög er umhugsunarefni. Í ársskýrslu Ráðgjafarstofunnar fyrir árið 2005 kemur fram að háar meðlags- og skattaskuldir forsjárlausra foreldra er þungur baggi sem ekki öllum er fært að standa undir.

�?ví er það í raun óskiljanlegt að meðlagsgreiðendur skuli ekki fá barnabætur til jafns á við það foreldrið sem barnið á lögheimili hjá. Í þessu fellst ekkert jafnrétti. �?essu þarf að breyta.

Sameiginleg forsjá á að tryggja börnum og foreldrum jafnrétti til samvista hvort við annað. Sameiginleg forsjá á hins vegar ekki að ýta undir skattalegan mismun foreldra af hendi hins opinbera. Alltaf má deila um hvort meðlagið dugi fyrir framfærslu barns en hitt er óumdeilanlegt �? opinber ákvörðun um framfærslukostnað missir marks með mismunun á rétti beggja foreldra til barnabóta.

Höfundur gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.