Á fundinum verður vakin athygli á mikilvægi þess að
sátt skapist milli náttúruverndar og sjálfbærrar nýtingar orkugjafa. Við
Urriðafoss sem er einn vatnsmesti foss landsins er nú fyrirhuguð stór
vatnsaflsvirkjun sem lítil umræða hefur verið um meðal landsmanna. Spyrja
verður hvort nauðsyn sé á slíkri framkvæmd við þær aðstæður sem nú ríkja í
íslensku efnahagslífi. Jafnframt hvort máli skipti við virkjun sem þessa
hver arðsemi hennar sé og til hvaða nota raforkan fari.


Urriðafoss er vatnsmesti foss landsins og neðsti foss �?jórsár, rétt neðan
�?jórsárbrúar á þjóðvegi 1, Suðurlandsvegi.

Til þess að komast á fundarstað er beygt til suðurs, eða til hægri ef komið
er úr vesturátt, af af þjóðvegi 1 rétt vestan við �?jórsárbrú. �?aðan er innan
við 10 mínútna akstur að fossinum. Afleggjari liggur að fossinum rétt sunnan
við samnefndan bæ.