Eyjastúlkur byrjuðu betur í leiknum og komust m.a. í 10:5 en Gróttustúlkur náðu yfirhöndinni áður en hálfleikurinn var úti og voru yfir 12:14 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Gróttustúlkur voru svo sterkari lengst af í síðari hálfleik, leiddu lengst af með þremur mörkum en Eyjastúlkur náðu þó að jafna nokkrum sinnum. Síðustu tíu mínúturnar voru hins vegar jafnar og æsispennandi. Grótta hafði yfirhöndina en Eyjstúlkur jöfnuðu jafn harðan. Lokamínútan var svo æsispennandi, Eyjastúlkur fengu boltann í stöðunni 26:26 þegar aðeins hálf mínúta var til leiksloka og allt stefndi í jafntefli þegar línumaðurinn Pavla Nevarilova skoraði um leið og leiktíminn rann út og fögnuðu Eyjastúlkur gríðarlega í lokin.

Með sigrinu halda Eyjastúlkur enn í vonina um að komast upp á meðal fjögurra efstu liðanna en liðið er sem stendur í fimmta sæti, þremur stigum á eftir Haukum og Stjörnunni en Haukar hafa reyndar leikið tveimur leikjum meira.

Pavla Plaminkova var allt í öllu í sóknarleiknum ásamt nöfnu sinni og löndu, Pövlu Nevarilovu. �?á átti Hekla Hannesdóttir góðan leik og skoraði mikilvæg mörk úr horninu í síðari hálfleik en leikmannahópur ÍBV er afar þunnskipaður og voru aðeins tveir varamenn í dag sem báðir leika með yngri flokkum ÍBV og þar af einn markvörður. �?að kom því í hlut þeirra sjö sem skipuðu byrjunarliðið að leika allan leikinn í dag.

Mörk ÍBV: Pavla Plaminkova 13, Pavla Nevarilova 6, Hekla Hannesdóttir 4, Renata Horvath 2, Valentina Radu 1, Sæunn Magnúsdóttir 1.
Varin skot: Branca Javonovic 18.