Breskir fjölmiðlar greindu frá því um helgina að Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Portsmouth, hefði sett sig í samband við Charlton með það fyrir augum að fá Hermann en Redknapp hefur lengi haft augastað á Eyjamanninum. Ekki er ósennilegt að Íslendingaliðið West Ham sé eitt þeirra liða sem vilja nýta krafta Hermanns enda þekkir Alan Curbishley, knattspyrnustjóri liðsins, vel til Hermanns eftir að hafa verið við stjórnvölinn hjá Charlton.

�?lafur Garðarsson, umboðsmaður Hermanns, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að nokkur félög í ensku úrvalsdeildinni hefðu rætt við sig um þann möguleika að fá Hermann en �?lafur vildi ekki greina frá því hvaða lið þetta væru.

“�?etta er alfarið á milli liðanna en ég veit að þrjú til fjögur lið í úrvalsdeildinni vilja kaupa Hermann. Tvö þeirra hafa rætt við mig og kannað baklandið. �?g tel hins vegar frekar ólíklegt að Charlton láti hann frá sér fara í þeirri stöðu sem það er í. Maður veit samt aldrei. Alltaf þegar félagaskiptaglugginn opnast spyrjast lið fyrir um Hermann og vilja fá hann til sín,” sagði �?lafur við Morgunblaðið í gær.

Hermann gekk til liðs við Charlton frá Ipswich árið 2003 og hefur verið í lykilhlutverki með Lundúnaliðinu undanfarin ár. Í fyrrasumar var Hermann mjög eftirsóttur en lið á borð við Fulham, Middlesbrough, Portsmouth, Wigan, Newcastle og Manchester City reyndu að fá hann til sín. Hermann ákvað hins vegar að framlengja samning sinn við félagið og er bundinn því til ársins 2010.

Hermann hefur ekki getað leikið með Charlton-liðinu í síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla en í þeim tapaði það fyrir Arsenal í úrvalsdeildinni 4:0 og var svo slegið út af 2. deildar liði Nottingham Forest í bikarnum. Hermann mun hefja æfingar að nýju í vikunni og verður að óbreyttu með í afar þýðingarmiklum leik í fallbaráttunni gegn Middlesbrough um næstu helgi.

www.mbl.is greindi frá.