Eyjapeyjar byrjuðu vel, fengu 9 stig úr hraðaspurningunum á meðan andstæðingar þeirra fengu aðeins 2. Fyrstu tvær umferðirnar fara fram í útvarpi en eftir það tekur við keppni í sjónvarpi.

Í kvöld mætir lið Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi liði Verkmenntaskóla Austurlands á Neskaupsstað. Hefst útsending viðureigninnar klukkan 19.30 og er fyrsta viðureign kvöldins af þremur.