Bjarne Reinholdt, starfsmaður Norsk Hydro á Íslandi, átti fund með Kjartani �?lafssyni, formanni atvinnumálanefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og �?orvarði Hjaltasyni, framkvæmdastjóra samtakanna, í desember síðastliðnum. �?Á þeim fundi afhentum við honum umbeðnar upplýsingar sem hann kom svo til höfuðstöðvanna í Noregi. Innan skamms er von á fulltrúum fyrirtækisins á Íslandi til �?orlákshafnar til viðræðna við SASS og bæjaryfirvöld í �?lfus en það er okkar að ákveða tímasetninguna og ég vænti þess að þeir sæki okkur heim fljótlega,�? segir Kjartan.

Framhaldið er að sögn Kjartans óráðið en hann segir áhuga Norðmanna hvetjandi fyrir þá sem vilja nýta orkuna á Suðurlandi til stóriðju í héraði.

Arctus, félag í eigu Jóns Hjaltalíns Magnússonar, hefur fengið úthlutað lóð vestan byggðarinnar í �?orlákshöfn með það fyrir augum að reisa þar álver og endurbræðslu á áli til frekari úrvinnslu. Félagið hefur verið í viðræðum við fjársterk risafyrirtæki tengd áliðnaðinum í Asíu og í Bandaríkjunum varðandi �?orlákshafnarverkefnið og samkvæmt heimildum Sunnlenska er stutt í að erlend sendinefnd komi til �?orlákshafnar til að kynna sér aðstæður fyrir stóriðju.