Í haust óskaði búrekstrarsvið Landbúnaðarháskóla Íslands eftir tilboðum frá vélasölum í vélar og tæki. Fjölmörg tilboð bárust en að lokum var ákveðið að gera fjögurra ára samstarfssamning við Vélaborg ehf.

Samningurinn var undirritaður föstudaginn 5. janúar og við það tækifæri sagði Ágúst Sigurðsson, rektor LbhÍ, að samningurinn félli afar vel að hugmyndum LbhÍ varðandi orkusparnað og umhverfismál.


Samningurinn felur í sér að búrekstrarsviðið fær hjá Vélaborg:
*John Deere 6830 dráttarvél, sex strokka, 140 hestafla með frambúnaði
*John Deere 6230 dráttarvél, fjögurra strokka, 100 hestafla með ámoksturstækjum.
*Lely Centerliner SX 4000C 2360 lítra áburðardreifara
*Lely Splendimo 320FC sláttuvél með knosara. Vinnslubreidd 3,2m
*Lely Splendimo 320FC framanátengd sláttuvél með knosara. Vinnslubreidd 3,2m.

Jafnframt var gengið frá fjögurra ára samningi um að Vélaborg útvegi LbhI John Deere 5820, sem er 92 hestafla dráttarvél. �?essi vél verður notuð til verklegrar aksturskennslu við skólann og gera honum kleift að stórefla kennslu á dráttarvélar.�?á mun Vélaborg jafnframt sjá um að selja notuð tæki fyrir LbhÍ samhliða þessum breytingum.