Í Morgunblaðinu í dag er fullyrt að stjórnvöld vilji fella niður útflutningsskylduna en nýr samningur verði gerður til sex ára og feli í sér svipuð fjárútlát fyrir ríkissjóð eins og núverandi samningur. Björn Elíson framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda sagði í samtali við Bændablaðið að trúnaður sé milli samningsaðila og ekkert sé hægt að greina frá gangi viðræðna eða innihaldi samningsdraga að svo stöddu.