Með aukinni tækni og þekkingu hefur krafan um menntun farið hratt vaxandi. Á meðan menntun umfram grunn- og framhaldsskóla var aðeins í boði á einum eða tveimur stöðum á landinu var landsbyggðarfólki nauðugur einn kostur að rífa sig upp með rótum og sækja menntunina þar sem hún bauðst, eða sitja hjá ella.
Á síðustu árum hefur orðið gjörbylting þar á. Framboð á námi hefur stóraukist og bætt fjarskipti hafa orðið til þess að fjarnám er orðið fýsilegur kostur, a.m.k. á flestum þéttbýlisstöðum á landinu. �?etta hefur gjörbreytt búsetuskilyrðum á landsbyggðinni. �?annig heyrir það að mestu sögunni til að skortur sé á menntuðum kennurum við leik- og grunnskóla á landsbyggðinni. Leiðbeinendur hafa getað stundað réttindanám samhliða kennslu og þannig skilað miklum verðmætum í sína heimabyggð. Sama á við um margar heilbrigðisstéttir.

Tromsö komst á kortið
Hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa fyrir löngu komist að því að einhver árangursríkasta byggðastefna sem hægt er að reka er að byggja upp menntastofnanir og fræðasetur. �?annig má t.d. nefna Tromsö í Noregi, en fram á 7. áratug síðustu aldar var það smábær sem varla var sjáanlegur á landakortinu, langt norðan heimskautsbaugs.
Árið 1967 tók norska ríkisstjórnin ákvörðun um að setja á stofn háskóla í Tromsö og síðan hafa verið stofnsettar þar rannsóknastofnanir á borð við Norsku heimskautarannsóknastöðina auk þess sem fjölmargar stofnanir hafa þar stór útibú, oft í tengslum við háskólann. Nú búa um 65.000 manns í Tromsö, þar af um 10.000 stúdentar og tæplega 2.000 manns starfa við háskólann.


Byggðastefna sem virkar
Íslendingar hafa verið seinir að tileinka sér þessa vel heppnuðu byggðastefnu en þó hefur mikið orðið ágengt á síðustu árum. �?annig tókst með samstilltu átaki Norðlendinga að koma af stað Háskólanum á Akureyri og háskólarnir á Bifröst, Hólum og Hvanneyri hafa mjög sótt í sig veðrið síðustu ár. �?á hafa símenntunarmiðstöðvar á borð við Visku sprottið upp um allt land.
�?á er ótalinn þáttur hinna fjölmörgu rannsókna- og fræðasetra og má þar nefna �?órbergssetrið, Frumkvöðlasetur Austurlands á Höfn, BIOICE miðstöðina í Sandgerði, tilraunaeldisstöð Hafró í Grindavík og svo mætti lengi telja.
�?að er mikilvægt að hlúa að þessum vaxtarbroddum í sunnlensku samfélagi og styrkja vel þær áætlanir sem uppi eru um frekari sókn. Undirbúningur er hafinn að stofnun miðstöðvar um háskólanám á Suðurlandi og þá er nýstofnað í Vestmannaeyjum félag um Tyrkjaránssetur.
�?etta eru vaxtarbroddar sem Framsóknarflokkurinn lætur sér annt um. �?etta er byggðastefna sem virkar.
Eygló Harðardóttir. Höfundur gefur kost á sér í 2. sætið á lista Framsóknarmanna í Suðurkjördæmi.