Máli sínu til stuðnings benda heimamenn á að íþróttasalurinn þoli ekki að bolta sé sparkað í veggi því veggklæðning springi og molni við festingar á mörkum og körfum. Jafnframt segja þeir að sundlaugin sé ekki tilbúin til afhendingar þar sem enn eigi eftir að stilla ýmis stjórntæki svo laugin teljist nothæf.

Eignarhaldsfélagið Fasteign er eigandi mannvirkjanna en félagið var stofnað í árslok 2002 og er í eigu sveitarfélaga, fjármálastofnanna, ríkisins og fyrirtækja í eigu þessara aðila.

Framkvæmdum við nýbyggingarnar á Borg lauk formlega um áramót og samkvæmt samningi átti Grímsnes- og Grafningshreppur að greiða leigu fyrir afnot af mannvirkjunum frá sama tíma. �?Við viljum láta fara fram úttekt á íþróttahúsinu og sundlauginni sem sýni að verkinu hafi verið skilað eins og umsamið var. Að fenginni eðlilegri úttekt ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að við greiðum fyrir afnot af mannvirkjunum,�? segir Ingvar G. Ingvarsson oddviti hreppsins, í samtali við Sunnlenska fréttablaðið á Selfossi.

Bergur Hauksson, framkvæmdastjóri Fasteignar, segist hafa átt fund með talsmönnum Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir jól vegna málsins. �?Niðurstaðan var að við látum laga ákveðin atriði. Menn geta treyst því að byggingunum verður skilað í viðunandi horfi og eru málsaðilar sammála um það,�? segir Bergur.