Bæjarstjórn �?lfuss segir Vegagerð ríkisins á rangri braut varðandi hugmyndir um 2+1 veg og legst bæjarstjórnin alfarið gegn slíkum áformum. Bæjarstjórar Árborgar og Hveragerðisbæjar taka í sama streng.

Alþingi kemur saman í dag og mun samgönguráðherra leggja fram Vegaáætlun til næstu 12 ára á fyrstu vikum þingsins. �?á mun væntanlega skýrast hvernig staðið verði að vegabótum á milli Selfoss og Reykjavíkur en samgönguráðherra hefur ekki enn viljað tilkynna með afgerandi hætti hvenær framkvæmdir hefjist og með hvað hætti vegabæturnar verða. Fulljóst er hins vegar að sveitarstjórnir á Suðurlandi, meirihluti íbúanna, og þingmenn Suðurkjördæmis, munu ekki sætta sig við annað en tvöföldun vegarins.

�?�?að er alveg á hreinu að ég sætti mig ekki við loðin svör frá ráðherra en í mínum huga kemur ekkert til greina annað en fjórfaldur vegur með tveimur aðgreindum akgreinum í hvora átt. �?g mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að gengið verði frá þessu máli endanlega fyrir kosningar í vor og ef ég þarf í stríð við samgönguráðherra þá verður svo bara að vera,�? segir Kjartan �?lafsson.

Bæjarstjórar �?lfus, Árborgar og Hveragerðisbæjar sendu Jóni Rögnvaldssyni vegamálastjóra bréf þann 4. janúar síðastliðinn þar sem óskað er eftir sundurliðun á kostnaði við 2+2 veg. Í bréfinu segir: �?Kynnt hefur verið hönnun á Suðurlandsveginum frá Reykjavík til Selfoss. Mikið misræmi hefur verið í upplýsingum varðandi kostnað við lagningu vegarins. Samkvæmt tillögu Vegagerðar ríkisins en lagt er til að vegurinn verði svokallaður 2+1 vegur. Til þess að geta tekið afstöðu til málsins og leyfisveitingar, og þar með þeirrar kröfu sveitarfélaga á Suðurlandi um að vegurinn verði 2+2 vegur, er mikilvægt að fá nákvæmar upplýsingar um heildarkostnað verksins.�?

Í bókun bæjarstjórnar �?lfus frá 30. nóvember síðastliðnum kemur fram að bæjarstjórnin telur hugmyndir Vegagerðarinnar um 2+1 veg fráleitar en þar segir: �?Í ljósi almennrar umræðu um málið, yfirlýsingu ráðherra og þingmanna kjördæmisins auk fjölda annarra aðila um nauðsyn þess að farið verði strax út í tvöföldun vegarins (2+2) alla leið frá Selfossi til Reykjavíkur, telur bæjarstjórn �?lfuss ekki ástæðu til að taka þátt í frekari kynningu eða umræðum um þau áform Vegagerðarinnar að lagður verði 2+1 vegur á þessari leið.”

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, tekur í sama streng. �?Bæjarstjórn Hveragerðis er einhuga í stuðningi sínum við �?lfusinga varðandi tvöföldun Suðurlandsvegar og 2+1 útfærsla er ekki ásættanleg,�? segir Aldís.