Fundirnir fram til þessa hafa verið ágætlega sóttir og mjög fjörugar umræður skapast. Greinilegt er að atvinnumál og samgöngur eru fólki mjög ofarlega í huga, einkum eftir því sem austar dregur í kjördæminu. Hér er kærkomið tækifæri fyrir Eyjamenn að spyrja frambjóðendur spjörunum úr og gera upp hug sinn fyrir prófkjörið sem fram fer næstkomandi laugardag.

Fundurinn er opinn öllum.