Hún stundaði enskunám við Háskóla Íslands og er með BA próf í frönsku og spænsku. Einnig hefur hún menntun í dönsku, þýsku og katalónsku.

Ragnheiður hefur dvalið við nám og störf í Danmörku, Spáni, Frakklandi, Bandaríkjunum og Mexíkó. Hún hefur unnið að tölvumálum, hefur víðtæka reynslu af ferðaþjónustu og er með leiðsögumannaréttindi á spænsku, frönsku og ensku.

Ragnheiður Ármannsdóttir er fædd í Vestmannaeyjum og bjó þar til tíu ára aldurs. Hún er búsett í Reykjavík ásamt manni og tveim ungum börnum.

Hún er dóttir Guðjóns Ármanns Eyjólfssonar, frá Bessastöðum sem var skólastjóri Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum.