Reyndar hefur hrygningarstofn þorsks styrkst nokkuð undanfarin ár en ástandið er enn áhyggjuefni að mati vísindamanna Hafró. Kom fram sú hugmynd að varpa boltanum til sjávarútvegsins í heild, hann axlaði ábyrgðina á því að ná upp þorskstofninum í það form að hann geti skilað 350.000 til 400.000 tonna veiði á ári.

Um 40 manns, sjómenn og útgerðarmenn, sátu fundinn og frá Hafró voru mætt Jóhann Sigurjónsson forstjóri, Björn �?var Steinarsson og Guðrún Marteinsdóttir. Jóhann sagði að því miður væru flestir uppvaxandi árgangar þorsks undir langtímameðali og það væri áhyggjuefni. �?�?að liggur ljóst fyrir að ekki hefur verið farið að tillögum Hafrannsóknastofnunar um veiði á þorski,�? sagði Jóhann en um er að ræða 1.300.000 tonn á um 30 ára tímabili.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar og formaður �?tvegsbændafélagsins, var ánægður með fundinn og fundarsóknina. Og hann vill taka áskorun Hafró um að greinin axli ábyrgðina á viðgangi þorsksins. �?Ef við ætlum að byggja upp þorskstofninn verðum við að skilja hvað er að gerast. �?g hef lengi verið þeirrar skoðunar að við verðum að hugsa eins og bóndinn. Hann slátrar ekki öllum lömbunum á haustin og það sama gildir um þorskinn.

Nánar í Fréttum á morgun