Einn frambjóðandi er með lögheimili í Vestmannaeyjum en þar búa nú liðlega 4.000 manns. Ef rýnt er enn frekar í framboðslistann, og þá til gamans, má sjá að tæplega 67 prósent frambjóðendanna, átta af tólf, eru með þrjá sömu upphafsstafina. þrír eru með B, þrír með G og tveir með E en í íslenska stafrófinu eru alls 32 stafir.