�?átttaka í prófkjörinu er heimil öllum félagsmönnum í framsóknarfélögunum í Suðurkjördæmi. �?eim stuðningsmönnum Framsóknarflokksins sem undirritað hafa inntökubeiðni í framsóknarfélag í kjördæminu samkvæmt lögum Framsóknarflokksins fyrir lok auglýsts kjörfundar er jafnframt heimil þátttaka í prófkjörinu.

Á atkvæðaseðlinum verða nöfn þeirra sem taka þátt í prófkjörinu í stafrófsröð. Við talningu atkvæða hlýtur sá fyrst sæti sem fær flest atkvæði í 1. sætið. Sá hlýtur annað sætið sem hefur flest atkvæði í 1. og 2. sætið og sá þriðja sætið sem hlýtur flest atkvæði í 1., 2. og 3., og svo koll af kolli.

�?egar greitt er atkvæði er það gert með þeim hætti að kjósandi setur tölustaf sætis fyrir framan nafn viðkomandi frambjóðanda. Einungis er hægt að greiða frambjóðanda atkvæði í eitt sæti.

Kosning utan kjörfundar fer fram þriðjudag 16., miðvikudag 17. og fimmtudag 18. janúar í Reykjanesbæ, Árborg, Höfn og í Reykjavík.

Á Höfn í Kaupfélagsstjórahúsi frá kl. 16:00 – 20:00 alla dagana.
Á Selfossi í Framsóknarhúsinu frá kl. 16:00 – 20:00 alla dagana.
Í Reykjanesbæ í Framsóknarhúsinu frá kl. 16:00 – 20:00 alla dagana.
Í Reykjavík að Hverfisgötu 33 verður hægt að kjósa frá kl. 9:00 – 17:00 alla dagana.

Jafnframt munu félagsmenn geta kosið utan kjörfundar á einhverjum kjörstaða á kjördag, ef þeir ná ekki að kjósa í sinni heimabyggð.

Kosið verður á 26 stöðum í kjördæminu:

Höfn Kaupfélagsstjórahús 10:00 – 18:00
�?ræfi Hofgarður 10:00 – 11:00
Suðursveit Hrollaugsstaðir 12:00 – 13:00
Mýrar Gistihúsið Brunnhóll 13:30 – 14:30
Nes Mánagarður 15:00 – 16:00
Lón Fundarhús 16:30 – 17:30
Kirkjubæjarklaustur Hótelinu 12:00 – 18:00
Vík Grunnskólinn 12:00 – 18:00
Hvolsvöllur Hvoll 12:00 – 18:00
Hella Hellubíó 12:00 – 18:00
Selfoss Fjölbrautaskóli Suðurlands 10:00 – 18:00
Árnes Félagsheimilið 12:00 – 18:00
Flúðir Félagsheimilið 12:00 – 18:00
Laugarvatn Skrifstofa Byggingafulltrúa 12:00 – 18:00
Reykholt Aratunga 12:00 – 18:00
Grímsnes og Grafningshreppur Félagsheimilið Borg 10:00 – 18:00
Eyrarbakki Staður 10:00 – 18:00
Stokkseyri Barnaskólinn 10:00 – 18:00
Hveragerði Framsóknarhúsinu 10:00 – 18:00
�?orlákshöfn Ráðhúskaffi 10:00 – 18:00
Vestmannaeyjar Alþýðuhúsið 10:00 – 18:00
Grindavík Framsóknarhúsinu 10:00 – 18:00
Keflavík Framsóknarhúsinu 10:00 – 18:00
Sandgerði Miðhús Suðurgötu 13:00 – 18:00
Garður Grunnskólinn 14:00 – 18:00
Vogar Lionshúsið 11:00 – 16:00
Af fréttvef Framsóknar.