Í Fréttablaðinu í dag er verið að spá í prófkjörið og sagt að viðmælendum blaðsins beri saman um að barátta tvímenninganna sé tvísýn þó staða Guðna sé metin heldur sterkari. Helgist það mat helst af því að Guðni njóti talsverðra persónuvinsælda í kjördæminu, ekki síst á Suðurlandi. �?eir fyrirvarar eru þó gerðir að óvissa ríki um þátttöku Suðurnesjamanna en Hjálmar er sagður sækja þorra fylgis síns til þeirra.