�?Veðurminnið er stutt,�? segir Trausti Jónsson veðurfræðingur en bendir á að snjórinn á Suðurlandi sé að þessu sinni óvenju laus í sér. �?Hann skóf því og safnaðist saman sem kannski veldur því að hann sýnist meiri en raunin er,�? segir Trausti.

Samkvæmt mælingum Veðurstofunnar var 21 cm jafnfallin snjór í Flóanum síðastliðinn þriðjudag. Sama dag var einungis 7 cm snjóalag í uppsveitum Árnessýslu og 5 cm á Bergstöðum í Skagafirði.

�?ann 18. janúar fyrir tveimur árum var 40 cm jafnfallin snjór í Flóanum og 60 cm í janúar árið 1999.

Trausti segir hláku í veðurkortunum í næstu viku og því líklegt að snjó taki fljótt upp á Suðurlandi.