�?að var helst að Einar Guðlaugsson næði að standa í honum, en þeir þekkjast vel frá því þegar Helgi var að stíga sín fyrstu skákspor hér í Eyjum á áttunda áratugnum.

Gríðarlega hörð barátta var um næstu sæti, í síðustu umferð mætti Sverrir Unnarsson Baldri Haraldssyni ungum og geysilega efnilegum skákmanni, Baldur mætti þar ofjarli sínum �? Sverrir vann og tryggði sér annað sætið á mótinu. Baráttan um þriðja sætið var á milli hinna valinkunnu framhaldsskólakennara �?lafs Týs og Magnúsar formanns, en �?lafur Týr mætti Nökkva Sverrissyni Íslandsmeistara í síðustu umferð, það fór fram hörkuskák sem �?lafur náði að vinna eftir mikið tímahrak beggja.

Magnús tefldi við Sindra Frey Guðjónsson, sem í gær vann það sér til frægðar að vera eini grunnskólanemandinn í Eyjum sem náði jafntefli við Helga �?lafsson í fjöltefli sem rúmlega 100 skólakrakkar tóku þátt. �?ar fór svo að keppendur sættust á jafntefli eftir að Sindri hafði teflt af ótrúlegu öryggi. �?etta þýddi að �?lafur Týr tryggði sér þriðja sætið á mótinu. Forsvarsmenn Taflfélagsins vilja koma á framfæri þökkum til Sparisjóðs Vestmannaeyja sem stóð fyrir þessu frábæra skákmóti.

Lokastaða efstu manna;
1. Helgi �?lafsson 11 vinningar
2. Sverrir Unnarsson 9
3. �?lafur Týr Guðjónsson 8
4. Magnús Matthíasson 7,5
5. Einar Guðlaugsson 7

Unglingaflokkur;
1. Alexander Gautason 6
2. Hallgrímur Júlíusson 6
3. Bjartur Týr �?lafsson 6

Yngri flokkur;
1. Daði Steinn Jónsson
2. Kristófer Gautason
3. Nökkvi Dan Elliðason

Byrjendaflokkur;
1. Tómas A. Kjartansson
2. Eyþór Daði Kjartansson
3. Guðlaugur Gísli Guðmundsson
4. Jörgen Freyr �?lafsson