Loeb viðurkenndi eftir rallið að hafa verið þreyttur í handleggnum eftir lengstu sérleiðarnar en hann lét meiðsli sín ekki hafa áhrif á akstursstílinn. “�?g þarf ekki að kvarta mikið yfir þessu og finn ekki til í hendinni nema við snöggar hreyfingar,” sagði Frakkinn.
�?riðji var finninn Marcus Grönholm á Ford Focus. Hann átti “rólegt rallý” og var öruggur með þriðja sætið. Grönholm fann ekki hraða til að keppa við Loeb og Sordo en var mun hraðari en Chris Atkinson og Mikko Hirvonen sem komu næstir á eftir honum. Petter Solberg, Toni Gardemeister og Jan Kopecky voru í síðustu stigasætunum.