132 mótorhjól, 109 bílar og 69 trukkar náðu endamarkinu í Senegal og luku þar með 29. Dakarrallinu. Sigurvegari í mótorhjólaflokki var Cyril Despres og er það í annað sinn sem hann vinnur keppnina. Nýliðinn Hans Stacey sigraði í trukkaflokki.
Carlos Sainz lauk keppni í 9. sæti í bílaflokki. Hann vann fimm af fjórtán leggjum keppninnar en glímdi svo við rafmagnsvandræði og missti af öllum möguleikum á sigri.