Eftir að þeir voru farnir stóð maðurinn upp og fór inn nærliggjandi hús þar sem hann greindi frá því hvað fyrir hann hafði komið. Maðurinn var fluttu á heilsugæslustöðina á Selfossi þar sem í ljós kom að hann var með brotnar tennur. Málið er í rannsókn og lögregla veit hverjir árásarmennirnir eru.

Um kl. sjö á sunnudagsmorgun var ráðist á tvo menn þar sem þeir voru á ferð á bak við Kaupþing banka á Austurvegi á Selfossi. Fjórir menn úr Reykjavík réðust að þeim með þeim afleiðingum að annar hlaut skurð og aðra minni háttar áverka í andliti. Málið er í rannsókn.