Ágústa Tryggvadóttir sigraði örugglega í þrístökki kvenna er hún stökk 11,42m, mjög jákvæð byrjun hjá henni og vonandi að henni takist að rjúfa 12m múrinn í vetur. Fjóla Signý Hannesdóttir krækti sér í tvenn verðlaun í kvennaflokki. Hún lenti í 2.sæti í hástökki er hún bætti sinn besta árangur í 1.55m. Hún varð í 3.sæti í 60m grind á tímanum 10.01s.

Fjóla Signý stórbætti sig síðan bæði í langstökki með 4.86m og í þrístökki er hún stökk 10.57m. �?órhildur Helga Guðjónsdóttir stóð sig mjög vel í flokki 15-16 ára. Hún bætti sig verulega í 60m hlaupi er hún kom þriðja í mark á tímanum 8.39s og hún náði einnig bronsverðlaunum í sínu fyrsta 400m hlaupi innanhúss á tímanum 67,30s. �?rn Davíðsson lenti í 2.sæti í hástökki karla er hann vippaði sér yfir 1.80m. Andrea Ýr Bragadóttir skeiðaði önnur í mark á tímanum 8,31s í 60m hlaupi sem er rétt við hennar besta tíma og vonandi að hún nálgist HSK met frænku sinnar, Bryndísar Evu �?skarsdóttir, sem er 8,17 sett árið 2003.

Agnes Erlingsdóttir, sem gekk til liðs við Selfyssinga á þessu ári, náði 3.sæti í hástökki með 1.55m stökki og annar íþróttamaður, �?orsteinn Magnússon, sem einnig er nýgenginn til liðs við Selfyssinga náði 3.sæti í 1500m hlaupi á tímanum 4.57,47m.