Félagið mun m.a. halda fundi hálfs mánaðarlega fram að kosningum þar sem farið er yfir málefnavinnu og áherslur Vinstri grænna bæði á landsvísu og með sérstakri áherslu á Vestmannaeyjar. �?essir fundir eru öllum opnir og eru nýir félagar hvattir til að koma og hafa áhrif á stefnumál flokksins fyrir komandi kosningar og til framtíðar. �?eir sem þátt vilja taka í málefnavinnu geta það auðveldlega með því að hafa samband við einhvern stjórnarmann eða aðra félaga í VG í Vestmannaeyjum. �?á er stefnt að því að opna kosningaskrifstofu eins fljótt og aðstæður leyfa.

Mjög ánægjulegt er að félögum í VG í Vestmannaeyjum hefur fjölgað að undanförnu og sýnir það að hreyfingin á sér sannarlega hljómgrunn meðal Vestmannaeyinga.

Á aðalfundinum voru kosnir 6 fulltrúar á landsfund Vinstri grænna sem haldinn verður 23.- 25. feb. nk.
Fréttatilkynning.