Yndislegt fólk, bara dálítið bilað
Texas var næsti viðkomustaður en eins og frægt er, er allt stærst og best í Texas. �?Sigurjón hafði verið að spila brids á netinu og hafði kynnst þar fólki frá Austin í Texas sem bauð okkur að gista. �?egar við komum til þeirra leist okkur ekkert mjög vel á. �?au byrjuðu á að spyrja okkur hvort við reyktum dóp sem við neituðum. �?á sögðust þau eiga nóg af viskí handa okkur,�? sagði Tryggvi og sagði að ekki hefði betra tekið við þegar inn var komið. �?�?ar lá tveggja metra risi á gólfinu í áfengisdauða og við ræddum um það hvort við ættum að fara. En þetta var seint um kvöld og við ákváðum að gista, alla vega eina nótt. Auk þess var konan lögfræðingur og húsið var flott og í góðu hverfi þannig að þetta var ekkert eiturlyfjabæli sem við vorum í.

Svo kom í ljós að þetta var yndislegt fólk en bara dálítið bilað. �?au ræktuðu t.d. kaktusa í garðinum til neyslu en áhrifin voru ofskynjanir og voru meðal annars bitför í nokkrum þeirra. Hins vegar voru þau mjög gestrisin og þegar þau fóru í vinnu, skildu þau okkur, stráka sem þau höfðu aldrei séð, eftir heima og létu okkur fá lykla.�?

Byssur og vín fara ekki saman

Ein af ástæðum fyrir því að þeir félagar komu við hjá þeim var að hjónin áttu byssur sem er löglegt í Texas. �?á langaði að prófa að skjóta og fengu það. �?Karlinn fór með okkur á skotsvæði í nágrenninu og við fengum að prófa alls kyns riffla og skammbyssur. Hann var mjög rólegur yfir þessu, var að djúsa á meðan en skaut ekki af byssunum fullur. Hann hafði verið mjög fínn en svo allt í einu varð hann mjög alvarlegur, settist niður með okkur og talaði um öryggismál og byssur. Hann lagði m.a. mikla áherslu á að það mætti aldrei drekka og skjóta en á meðan var hann að sötra bjór.
Svo settist hann undir stýri og keyrði heim blindfullur, sem var greinilega mikið skárra en að skjóta úr byssu fullur,�? sagði Tryggvi og bætti því við að áherslurnar hefðu stundum verið svolítið skrítnar í Bandaríkjunum. �?En það er allt best og stærst í Texas,�? sagði Tryggvi og brosti.

Viðtalið birtist í heild sinni í Fréttum á morgun.